Ljósafell

Ljósafell er að landa á Eskifirði í dag (Sunnudag)

Aflinn er um 53 tonn og uppistaðan karfi. Skipið kemur yfir á Fáskrúðsfjörð að því loknu til veiðafæraskipta, því framundan er árlegt „Togararall“ fyrir Hafrannsóknarstofnun. Brottför áætluð á miðvikudag 25. febrúar kl 17:00

Hoffell

Hoffell SU 80 ( nýja ) er á landleið með um 1.280 tonn af loðnu. Kemur í land um kl 21:00

Hoffell II

Hoffell SU 802, ( gamla ) landaði 900 tonnum af loðnu á Vopnafirði í gær. Skipið er á leið aftur á loðnumið.

Hoffell

Hoffell SU 80,( nýja ) landaði 1.455 tonnum af loðnu á Fáskrúðsfirði í gær. Skipið er komið aftur á loðnumiðin.

Ljósafell

Ljósafell landaði á Eskifirði í gær, Sunnudaginn 15. febrúar. Aflinn var um 75 tonn og uppistaðan ufsi og karfi sem fór á fiskmarkað. Skipið heldur aftur til veiða á þriðjudag 17. febrúar kl 13:00

Hoffell

Skipin úr höfn. Hoffell SU 80 (nýja ) og Hoffell SU 802 ( gamla ) lögðu bæði úr höfn í morgun til loðnuveiða.

31.000 tonn af loðnu og kolmunna frá áramótum.

Finnur Fridi kom í gær með 700 tonn af loðnu en skipið fékk loðnuna aðeins aðeins 14 mílur frá bryggju á Fáskrúðsfirði. Havglans kom með 350 tonn af loðnu í gærkvöldi, en skipið fékk loðnuna út af Húnaflóa. Rúm 5000 tonn af komið til bræðslu og frystingar í vikunni. Þar af kom Hoffell með 1500 tonn af kolmunna.

Hoffell

Hoffell er á landleið með fullfermi af kolmunna. Skipið fer fyrst inn á Eskifjörð til að sækja nót, en kemur síðan til löndunar.

Ljósafell

Ljósafell er komið til Eskifjarðar til löndunar með um 50 tonn. Skipið heldur aftur til veiða á þriðjudag 10. febrúar kl 13:00

Vikan 1/2 til 7/2 10.000 tonn af loðnu

Nítján norskir bátar hafa landað um 10.000 tonnum af loðnu í vikunni til bræðslu og frystingar. Loðnan hefur verið mjög vel kæld og er gott hráefni til manneldisvinnslu. Alls hefur verið tekið á móti hjá LVF um 18.000 tonnum á síðustu 14 dögum.

Ljósafell

Ljósafell landaði í gær á Eskifirði. Aflinn var um 75 tonn, mest ufsi og karfi. Skipið heldur aftur til veiða 3. febrúar kl 17:00.

Norskir bátar með 2500 tonn í dag.

Fiskebas, Talbor og Havglans koma með um 2500 tonn af loðnu til bræðslu og frystingar í dag.

Fiskebas – mynd Jónína Óskarsdóttir