Ljósafell landaði í gær 5. mars í Reykjavík. Aflinn var 54 tonn og fór allur á fiskmarkað. Skipið hefur nú lokið við 67 togstöðvar af alls 183 sem skipið tekur þetta árið í Togararalli Hafrannsóknarstofnunar. Brottför er áætluð á sunnudagskvöld 8. mars.