25.10.2003
Víkingur AK kom í morgun til Fáskrúðsfjarðar með um 600 tonn af síld, sem fer bæði til söltunar og frystingar hjá LVF. Síldin veiddist aðallega á Vopnafjarðargrunni. Víkingur er þá búinn að landa um 4000 tonnum af síld hjá LVF á vertíðinni. Skipstjóri á Víkingi er...
24.10.2003
Skv. upplýsingum frá Samtökum fiskvinnslustöðva í morgun hefur mestri síld verið landað hjá LVF á vertíðinni eða 4589 tonnum. Hjá Skinney- Þinganesi hafði verið tekið á móti 3979 tonnum, Síldarvinnslunni 3802 tonnum, Búlandstindi 2268 tonnum, Ísfélagi Vestmannaeyja...
23.10.2003
Víkingur AK 100 er á leið til Fáskrúðsfjarðar með um 350 tonn af síld, sem veiddist á Glettinganesgrunni. Von er á skipinu um hádegi.
22.10.2003
Víkingur AK 100 er væntanlegur til Fáskrúðsfjarðar í dag kl. 14.00 með um 400 tonn af síld. Síldin veiddist á Vopnafjarðargrunni.
21.10.2003
Í gær landaði Júpiter ÞH 61 hjá LVF 446 tonnum af síld og í dag er verið að landa úr Víkingi AK 100 um 500 tonnum. Síldin, sem veiddist á Vopnafjarðargrunni, er smá og fer því töluvert af henni í bræðslu.
19.10.2003
Í dag lönduðu tveir bátar síld sem veiddist á Glettinganesgrunni. Það voru Júpiter ÞH 61 sem landaði 223 tonnum og Víkingur AK 100 sem var með 456 tonn. Síðustu daga hefur verið unnið við síldina á vöktum og vantað hefur fólk til starfa.