20.04.2004
Starfsmenn SÍF komu í síðustu viku færandi hendi til Fáskrúðsfjarðar. Komu þeir með nokkrar tertur til að fagna góðri uppsjávarvertíð í vetur og mestu síldarsöltun sem verið hefur hjá LVF á síðustu vertíð eða 23.000 tunnur. Loðnuvinnslan hf var hæst söltunarstöðva á...
20.04.2004
Kl. 17.00 í dag kom færeyska skipið Christian í Grótinum til Fáskrúðsfjarðar með um 1900 tonn af kolmunna, sem veiddist suður af Færeyjum.
19.04.2004
Góð kolmunnaveiði hefur verið sunnarlega í færeysku lögsögunni á stóru svæði undanfarnar tvær vikur. Einnig hefur verið góð veiði suðvestur af Orkneyjum hjá skipum m.a. frá Írlandi. Í gær var byrjað að landa úr írska skipinu Western Endeavour um 2000 tonnum og í dag...
11.04.2004
Skoska skipið Conquest landaði um 1000 tonnum af kolmunna fimmtudaginn 8. apríl og 9. apríl landaði færeyska skipið Krúnborg 2400 tonnum. Laugardaginn 10. apríl landaði svo hið nýja og glæsilega skip Færeyinga Finnur Fríði 2500 tonnum, en þetta er þriðji farmurinn af...
31.03.2004
Í dag er verið að landa hjá Loðnuvinnslunni hf um 1100 tonnum af kolmunna úr skoska skipinu Conquest og írska kolmunnaskipið Western Endeavour bíður löndunar á um 2000 tonnum. Fyrsti kolmunninn sem barst til Íslands á þessu ári kom til Fáskrúðsfjarðar 16. febrúar, en...
27.03.2004
Á aðalfundi LVF 26. mars 2004 voru mættir hluthafar sem höfðu yfir að ráða 91% hlutafjárins í félaginu. Ársreikningur LVF var samþykktur. Í ársreikningi 2003 kemur fram að hagnaður LVF af reglulegri starfsemi var kr. 169 millj. og hagnaður eftir skatta var kr. 129...