Skoska skipið Conquest landaði um 1000 tonnum af kolmunna fimmtudaginn 8. apríl og 9. apríl landaði færeyska skipið Krúnborg 2400 tonnum. Laugardaginn 10. apríl landaði svo hið nýja og glæsilega skip Færeyinga Finnur Fríði 2500 tonnum, en þetta er þriðji farmurinn af kolmunna sem Finnur Fríði landar á Fáskrúðsfirði í vetur. Kolmunninn er nú farinn að veiðast syðst í færeysku lögsögunni og er viku fyrr á ferðinni miðað við síðasta ár. Til Fáskrúðsfjarðar hafa borist um 14000 tonn af kolmunna það sem af er árinu.