Á aðalfundi LVF 26. mars 2004 voru mættir hluthafar sem höfðu yfir að ráða 91% hlutafjárins í félaginu. Ársreikningur LVF var samþykktur. Í ársreikningi 2003 kemur fram að hagnaður LVF af reglulegri starfsemi var kr. 169 millj. og hagnaður eftir skatta var kr. 129 millj. Heildartekjur voru kr. 2,7 milljarðar og höfðu hækkað um 17% frá árinu á undan. Hagnaður án afskrifta og fjármagnskostnaður (EBITDA) var kr. 452 millj. og veltufé frá rekstri nam kr. 378 millj. Eigið fé LVF var kr. 1.470 millj. og hafi hækkað um 10% frá fyrra ári og eiginfjárhlutfall var 48%. Nettó skuldir félagsins voru um síðustu áramót kr. 946 millj.Samþykkt var að greiða 5% arð til hluthafa vegna ársins 2003, sem nemur um kr. 34 millj.Samþykkt var að heimila stjórn LVF að eignast fyrir félagsins hönd eigin hlutabréf eins og lög leyfa. Heimildin er allt að kr. 68 millj. að nafnverði og gildir til 26. sept. 2005.Samþykkt var að stjórnarlaun formanns fyrir síðasta starfsár skuli vera kr. 400.000,- og aðalmanna kr. 200.000,-. Varamenn fái greitt í hlutfalli við stjórnarsetu.Magnús Helgason gaf ekki kost á sér til áframhaldandi stjórnarsetu og var Friðrik Guðmundsson kjörinn í stjórnina í hans stað. Stjórnin skipti þannig með sér verkum: Friðrik Guðmundsson, formaður, Lars Gunnarsson, varaformaður, Kjartan Reynisson, ritari, Elvar Óskarsson og Steinn Jónasson, meðstjórnendur. Varamenn voru kjörnir Jóhannes Sigurðsson og Björn Þorsteinsson.Endurskoðunarfélag var kjörið Bókun sf./Guðmundur Jóelsson, lögg. endurskoðandi.