Starfsmenn SÍF komu í síðustu viku færandi hendi til Fáskrúðsfjarðar. Komu þeir með nokkrar tertur til að fagna góðri uppsjávarvertíð í vetur og mestu síldarsöltun sem verið hefur hjá LVF á síðustu vertíð eða 23.000 tunnur. Loðnuvinnslan hf var hæst söltunarstöðva á síðustu vertíð. Mikil ánægja var með þessa heimsókn SÍF-manna meðal starfsfólks. Hafi þeir kærar þakkir fyrir. Á myndinni eru frá vinstri Þorri Magnússon framleiðslustjóri LVF, Kristján Jóhannesson síldarsöltun SÍF og Teitur Gylfason framleiðslustjóri uppsjávarsviðs SÍF með eina af tertunum á milli sín.