10.11.2004
Víkingur AK 100 er að landa um 100 tonnum af síld hjá LVF sem skipið fékk í Berufjarðarál. Nú er bræla á síldarmiðunum.
06.11.2004
Það hefur verið mikið að gera í síldinni hjá Loðnuvinnslunni h/f á Fáskrúðsfirði undanfarnar vikur. LVF hefur tekið á móti 3600 tonnum af síld sem nánast öll hefur farið í söltun. Búið er að salta í 16000 tunnur á fjórum vikum, sem skiptist þannig að 13000 tunnur hafa...
02.11.2004
Bergur VE 44 kom til Fáskrúðsfjarðar í morgun með um 1200 tonn af kolmunna.
29.10.2004
Víkingur AK 100 landaði 27. okt. 321 tonni af síld. Síldin var frekar smá og fór því hluti hennar í bræðslu.
20.10.2004
Það hefur verið mikið að gera við síldarsöltun hjá Loðnuvinnslunni h/f að undanförnu., en þar hefur verið unnið allan sólarhringinn við flökun og söltun. Búið er að að salta í 5000 tunnur, sem eru 3600 tunnur af flökum og bitum og heilsaltað hefur verið í 1400 tunnur....
06.10.2004
Við erum lengi búin að bíða eftir norsk-íslensku síldinni, en nú hefur hún loksins látið sjá sig á Austfjarðamiðum að hausti til eftir 37 ár. Hoffell landaði 50 tunnum af stórri og feitri síld í s.l. viku. Og það fór eins og menn grunaði, að síldin sem var 19% feit,...