Hagnaður LVF 28 millj.

Hagnaður af rekstri Loðnuvinnslunnar h/f fyrstu 6 mánuði ársins 2005 nam tæplega kr. 28 millj. eftir skatta, en var kr. 1,6 á sama tímabili árið 2004. Rekstrartekjur félagsins að frádregnum eigin afla voru kr. 1.418 millj. og hækkuðu um 4,7 % miðað við árið á undan....

Síldarlandanir.

Sighvatur Bjarnason VE og Íslefiur VE eru að landa fullfermi að síld í bræðslu sem skipin fengu 700 mílur norður í hafi. Samtals eru skipin með 2500 tonn.

Vinnsla hefst eftir 2 vikna sumarstopp.

Ljósafell fór á veiðar á síðasta þriðjudag og kemur til löndunar á mánudagsmorgun og hefst þá vinna eftir 2ja vikna lokun frystihússins. Eins og vanalega hefur verið unnið að ýmiskonar lagfæringum meðan vinnslustöðvun varir. Hoffell hefur legið við bryggju í einn...
Vélstjóra og matsvein vantar.

Vélstjóra og matsvein vantar.

Við leitum að vélstjóra á Ljósafell og matsveini á Hoffell. Þeir sem hafa áhuga vinsamlegast hafi samband við Eirík á skrifstofu LVF eða í síma 893-3009.

Tróndur landar síld

Færeyska skipið Tróndur í Götu kom í nótt til Fáskrúðsfjarðar með um 500 tonn af síld úr færeysku lögsögunni. Síldin verður flökuð og fryst.

Kolmunni og síld

Það óhapp vildi til í fyrra dag að stýrisvél Hoffells bilaði um 100 sjóm. suðaustur af Fáskrúðsfirði og reyndist ekki unnt að gera við hana á staðnum. Hoffell var að ljúka veiðiferð þegar óhappið varð og var komið með um 1250 tonn af kolmunna. Ljósafell fór á staðinn...