01.04.2008
Aðalfundur KFFB verður haldinn í Félagsheimilinu Skrúði föstudaginn 4. apríl 2008 kl. 17.30. Fundarefni: Venjuleg aðalfundarstörf og lagabreytingar. Aðalfundur LVF verður haldinn í Félagsheimilinu Skrúði föstudaginn 4. apríl 2008 kl. 18.30. Fundarefni: Venjuleg...
20.03.2008
Í nótt kom til Fáskrúðsfjarðar norska skipið Nordervon með um 1.750 tonn af kolmunna og í morgun kom einnig færeyska skipið Jupiter með um 2.400 tonn af kolmunna og bíður löndunar.
18.03.2008
Í gærkvöldi kom norska skipið Birkeland til Fáskrúðsfjarðar með um 1.650 tonn af kolmunna til vinnslu hjá LVF.
10.03.2008
Færeyska skipið Finnur Fríði kom til Fáskrúðsfjarðar um helgina með um 1600 tonn af loðnu. Frysting loðnuhrogna er nú í fullum gangi á Fáskrúðsfirði.
01.03.2008
Í morgun kom Hoffell með um 600 tonn af loðnu og Finnur Fríði með um 1300 tonn. Hrogn verða kreist úr aflanum og þau fryst til manneldis.
29.02.2008
Um kl. 16.30 í gær (28/2) kom Ljósafell til Fáskrúðsfjarðar eftir 5 mánaða endurbætur í Gdansk í Póllandi. Frá Gdansk sigldi Ljósafell til Akureyrar, þar sem að nýjum millidekksbúnaði var komið fyrir í skipinu. Í dag er verið að gera skipið klárt á veiðar. Það tekur...