28.08.2008
Færeyska skipið Tróndur í Götu kom til Fáskrúðsfjarðar í gær með um 2300 tonn af norsk-ísl. síld. Skipið var um tvo og hálfan sólarhring á leið sinni til Fáskrúðsfjarðar. Síldinni var landað í bræðslu hjá LVF.
06.08.2008
Í gærkvöldi kom Tróndur i Götu til Fáskrúðsfjarðar með um 2000 tonn af norsk-ísl. síld og Finnur Fríði lagðist hér að bryggju í morgun með um 2.200 tonn af norsk-ísl. síld. Síldin fer öll í bræðslu hjá LVF.
06.08.2008
Kaupfélag Fáskrúðsfirðinga er 75 ára í dag, en það var stofnað 6. ágúst 1933. Í fyrstu stundaði félagið eingöngu verslunarrekstur, en fiskverkun hófst þó fljótlega og útgerð á vegum félagsins hófst árið 1953. Kaupfélagið hefur um áratuga skeið verið langstærsti...
06.06.2008
Færeyska skipið Carlton er að landa um 170 tonnum af síld hjá LVF. Síldin fer í bræðslu.
28.05.2008
Að venju munu skip Loðnuvinnslunnar hf., Hoffell og Ljósafell, fara í siglingu í tilefni sjómannadagsins. Siglt verður kl 13:00 laugardaginn 31. maí. Svo skemmtilega vill til að þann dag eru liðin 35 ár frá því að Ljósafell SU 70 kom til Fáskrúðsfjarðar, en það...
16.05.2008
Færeyska skipið Næraberg kom í gærkvöldi til Fáskrúðfjarðar með um 1750 tonn af kolmunna.