Sumarloðna

Í gær landaði norska skipið Röttingoy frá Bergen um 780 tonnum af loðnu hjá LVF. Um 280 sjómílna sigling var af miðunum.

Sólbakur landar makríl

Það bar til tíðinda á Fáskrúðsfirði í gær að togarinn Sólbakur EA 1 landaði 90 tonnum af ísuðum makríl í körum, sem allur fór í manneldisvinnslu hjá LVF. Von er á Sólbak aftur síðar í vikunni með makríl. Togarinn er í eigu Brims...

Makrílframleiðsla og afskipanir

Það hefur gengið vel í framleiðslu á makríl hjá Loðnuvinnslunni hf það sem af er sumri. Skip félagsins Hoffell og Ljósafell eru búin að landa um 3000 tonnum af 4500 tonna kvóta fyrirtækisins. Mikið er um að skólafólk starfi við manneldisvinnsluna á makrílnum eins og...

Sjómannadagurinn 2011

Loðnuvinnslan h/f óskar sjómönnum og fjölskyldum þeirra hjartanlega til hamingju með sjómannadaginn.
Wathneshús

Wathneshús

Hafin er endurbygging á Wathneshúsi á Fáskrúðsfirði í samstarfi við Húsafriðunarnefnd. Wathneshús er talið byggt árið 1882 þegar Otto Wathne hóf síldveiðar frá Fáskrúðsfirði og er elsta hús á Búðum. Húsið var upphaflega byggt sem sjóhús og var áföst bryggja út frá...

Bolfiskur LVF að verða búinn

Miðað við kvótastöðu Ljósafells er áætlað að aflinn dugi fram að sjómannadeginum 5. júní verði kvótinn ekki aukinn. Það lítur því út fyrir að bolfiskvinnsla hjá LVF stöðvist í um 3 mánuði vegna hráefnisskorts að öllu óbreyttu. Gert er ráð fyrir því að framleiðsla á...