Það hefur gengið vel í framleiðslu á makríl hjá Loðnuvinnslunni hf það sem af er sumri. Skip félagsins Hoffell og Ljósafell eru búin að landa um 3000 tonnum af 4500 tonna kvóta fyrirtækisins. Mikið er um að skólafólk starfi við manneldisvinnsluna á makrílnum eins og undanfarin ár, en bolfiskkvóti LVF var búinn í byrjun júní. Makríllinn bjargar því mikilu, þó að vinnslan hafi ekki verið alveg samfelld.

Um síðustu helgi var mikið um að vera hér við höfnina þegar 3 flutningaskip lestuðu um 900 tonn af frystum makríl og loðnuhrognum.