Það bar til tíðinda á Fáskrúðsfirði í gær að togarinn Sólbakur EA 1 landaði 90 tonnum af ísuðum makríl í körum, sem allur fór í manneldisvinnslu hjá LVF. Von er á Sólbak aftur síðar í vikunni með makríl. Togarinn er í eigu Brims hf.