Miðað við kvótastöðu Ljósafells er áætlað að aflinn dugi fram að sjómannadeginum 5. júní verði kvótinn ekki aukinn. Það lítur því út fyrir að bolfiskvinnsla hjá LVF stöðvist í um 3 mánuði vegna hráefnisskorts að öllu óbreyttu.

Gert er ráð fyrir því að framleiðsla á makríl verði svipuð og á síðasta sumri, en LVF má veiða um 4500 tonn af makríl. Makrílvinnslan fer fram í júní og júlí.

Reiknað er með að framleiðsla liggi niðri í 4-5 vikur hjá LVF eftir makríltímann eða þar til nýtt kvótaár hefst 1. september 2011.