20.06.2012
Hoffell hefur nú hafið makrílveiðar. Skipið kom úr Slippnum á Akureyri á föstudaginn 15. júní eftir talsverðar endurbætur þar sem m.a. var skipt um togvindur og dekkkrana.
10.06.2012
Ljósafell er komið að landi með um 55 tonn. Uppistaðan er þorskur og ufsi. Skipið hefur nú lokið við að veiða allar bolfiskheimildir fiskveiðiársins. Næsta verkefni skipsins er að veiða makríl, en ekki er búið að tímasetja þær veiðar. Þó er nokkuð öruggt að ekki...
05.06.2012
Ljósafell landaði í gær um 80 tonnum. Uppistaða aflans var þorskur og ufsi. Skipið á nú einungis eftir smáræði af veiðiheimildum fiskveiðiársins og hefur tímasetning síðustu veiðiferðar ekki verið ákveðin.
30.05.2012
Í tilefni sjómannadagsins mun Ljósafellið sigla með almenning á laugardaginn 2. júní kl. 10:00. Gos og slikkerí handa öllum. Hoffellsmenn og þeirra fjölskyldur sérstaklega velkomin vegna þess að Hoffellið er því miður ennþá í slipp á...
29.05.2012
Ljósafell kom inn a laugardag með um 70 tonn. Skipið fer aftur á veiðar á þriðjudag 29. maí kl 13:00.
19.05.2012
Ljósafell er komið inn með um 93 tonn. Uppistaða aflans er þorskur 40 tonn, ýsa 24 tonn og ufsi 24 tonn. Brottför verður auglýst síðar.