Fréttir
Sandfell og Hafrafell með góða veiði
Sandfell og Hafrafell lönduðu 24 tonnum í dag. Góð veiði hefur verið þegar viðrar. Bátarnir lönduðu samtals 20 tonnum á laugardaginn og 40 tonnum á mánudaginn. Í desember hefur Sandfellið fengið 145 tonn og Hafrafell 145 tonn.
Hoffell SU
Hoffell kom í land í morgun með tæp 1.300 tonn af kolmunna af miðunum sunnan við Færeyjar. 350 mílur voru af miðunum á Fáskrúðsfjörð. Skipið stoppaði 4 sólarhringa á miðunum. Nú tekur við jólafrí fram yfir áramót.
Hoffell SU
Hoffell er á landleið með 1550 tonn af kolmunna af miðunum sunnar við Færeyjar, en það tók aðeins 4 daga að ná aflanum. Skipið verður í landi seinnipartinn á dag Farið verður aftur út að lokinni löndun og freistað þess að ná öðrum túr í næstu...
Gæðastjóri Loðnuvinnslunnar
Maður er nefndur Stefán Hrafnkelsson og er hann nýráðinn gæðastjóri hjá Loðnuvinnslunni. Stefán er fæddur 1968, sveitadrengur að upplagi, alinn upp í Fljótsdalnum þar sem foreldrar hans stunduðu búskap fram til ársins 1986 þegar þau fluttu til Reyðarfjarðar. Hugur...
Ljósafell SU
Ljósafell kom inn dag með 75 tonn. Þar af voru 60 tonn þorskur, 7 tonn ýsa og annar afli. Brottför er kl. 13 á morgun.
Hoffell SU
Hoffell kom í land í morgun með um 450 tonn af síld og öðru afla.Í gærkvöldi var komin bræla fyrir vestan land og verður í nokkra daga.Aflinn fer í söltun. Þegar búið er að landa verður haldið á kolmunnaveiðar austan við Færeyjar.
Sendu okkur línu
Finnurðu ekki uppýsingarnar sem þú ert að leita að?
Ekki hika við að hafa samband við okkur.
Hvar eru skipin?
Skoðaðu hvar skipin okkar eru stödd.
Loðnuvinnslan hf
Skólavegur 59
750 Fáskrúðsfjörður
kt. 581201-2650
