Fréttir
Hoffell SU
Hoffell er á landleið með 500 tonn af síld sem fengin er vestur af Reykjanesi. Skipið togaði aðeins í 1 klst. og fékk þessi 500 tonn. Mikið er af síld að sjá og torfan margar mílur. Hoffell verður aðra nótt á Fáskrúðsfirði.
Bátar
Janúar var ágætur hjá Hafrafelli og Sandfelli, en afli bátanna var samtals um 403 tonn. Ekki var hægt að róa í 10 daga vegna brælu. Hafrafell var með 201 tonn og Sandfell með 202 tonn. Þorskurinn var sérlega stór, um 6-7 kg fiskur óaðgerður.
Ljósafell SU
Ljósafell kom inn í dag kl. 16,00 með 95 tonn af fiski eftir 4 daga á veiðum. Aflaskiptingin eru tæp 60 tonn þorskur, 10 tonn ýsa og 24 tonn karfi og annar afli. Skipið fer aftur út kl. 22,00 á morgun, þriðjudag.
Ljósafell SU
Ljósafell, sem verður 48 ára gamalt í ár, var með 6.454 tonna afla óaðgert árið 2020, og var skipið í 10 sæti yfir togara skv. vefnum aflafrettir.is. Flest skipin sem eru með meiri veiði eru nýleg og hafa komið ný til landsins undanfarin 3-4 ár. Eins og áður hefur...
Hoffell á landleið
Hoffell er nú á landleið með 1.650 tonn af kolmunna sem fengust syðst í Færeysku-lögsögunni. Fá skip hafa stundað þetta að undanförnu og talsvert fyrir þessum afla haft.
Ljósafell
Ljósafell hefur að undanförnu landað tvisvar með stuttu millibili. 23. janúar landaði Ljósafell 31 tonni, aðallega ýsu og svo aftur þann 27. janúar 48 tonnum, en þá var uppistaðan þorskur. Ótíð hefur einkennt sóknina að undanförnu. Skipið heldur svo aftur til veiða í...
Sendu okkur línu
Finnurðu ekki uppýsingarnar sem þú ert að leita að?
Ekki hika við að hafa samband við okkur.
Hvar eru skipin?
Skoðaðu hvar skipin okkar eru stödd.
Loðnuvinnslan hf
Skólavegur 59
750 Fáskrúðsfjörður
kt. 581201-2650