Norska skipið Harvest kom til Fáskrúðsfjarðar í morgun af miðunum vestan við Írland með um 1600 tonn af kolmunna.

Um 800 milur er af miðunum.  

Smaragd, sem einnig er frá Noregi er svo væntanlegur seinnipartinn í dag með um 2000 tonn af kolmunna.  Skipið fékk aflann á svipuðum slóðum og Havrest, vestur af Suður-Írlandi.

Loðnuvinnslan keypti núverandi Hoffell af eigendum Smaragd sumarið 2014, en skipið var mjög vel við haldið hjá fyrri eigendum og hefur reynst mjög vel hjá Loðnuvinnslunni. 

default