Hoffell er á landleið með 400 tonn af loðnu í frystingu fyrir Japansmarkað, aflinn er fenginn í Meðallandsbugt fyrir vestan Ingólfshöfða. Hoffellið verður á Fáskrúðsfirði snemma í fyrramálið.
Allt gekk vel, en ekki hefur verið kastað nót á Hoffelli síðan í mars 2018.
Eftir löndun er reiknað með að sigla vestur að Snæfellsnesi og veiða loðnu í hrognatöku.