Fréttir
Tasiilaq með 1.600 tonn.
Grænlenska nótaskipið Tasillaq kom í nótt með 1.600 tonn af Loðnu til hrognatöku. Veiðin eru úr vestangöngunni sem er kominn inn á Breiðafjörð. Mynd: Þorgeir Baldursson.
Högaberg á landleið með tæp 500 tonn.
Högaberg er á landleið með 500 af Loðnu til hrognatöku. Er skipið í síðasta túr. Mikið var að sjá á loðnumiðunum við Breiðafjörð og talið er að vestan ganga sé að koma inn á Breiðafjörðin.
Loðnulöndun.
Jóna Eðvalds er á leiðinni á Fáskrúðsfjörð með um 1.300 tonn til hrognatöku. Skipið verður í fyrramálið. Mynd: Þorgeir Baldursson.
Hoffell er á landleið með tæp 2.200 tonn af Loðnu.
Hoffell er á landleið með tæp 2.200 tonn af Loðnu og verður annað kvöld á Fáskrúðsfirði. Aflinn fékkst út af Reykjanesi og á Breiðafirði. Um 390 mílur eru frá miðunum á Breiðafirði til Fáskrúðsfjarðar. Hoffell hefur með þessum túr komið með tæp 8.000 tonn af Loðnu...
Tróndur í Götu er á landleið með 2.000 tonn.
Tróndur í Götu er á landleið með 2.000 tonn af Loðnu. Hluti aflans fékks sunnar við Snæfellsnes og hluti vestur af Reykjanesi. Við Reykjanes var komin seinni ganga að austan og var ágætis veiði þar í gær og í dag. Mynd: Loðnuvinnslan.
Hoffell kom inn í gær med tæp 2.000 af Loðnu.
Hoffell kom inn í gær med 2.000 tonn af loðnu til hrognatöku.. Aflinn fékkst sunnan við Snæfellsnes. Skipið fer út í nótt eftir löndun. Mynd: Valgeir Mar Guðmundsson.
Sendu okkur línu
Finnurðu ekki uppýsingarnar sem þú ert að leita að?
Ekki hika við að hafa samband við okkur.
Hvar eru skipin?
Skoðaðu hvar skipin okkar eru stödd.
Loðnuvinnslan hf
Skólavegur 59
750 Fáskrúðsfjörður
kt. 581201-2650