Hoffel kom með 400 tonn
Hoffell kom í dag með rúm 400 tonn af síld sem fer að mestu í söltun.
Ljósafell landaði á Dalvík
Ljósafell landaði á Dalvík sl. fimmtudag 17 tonnum. Skipið fór út í kvöld og á eftir um 30% af verkefninu fyrir Hafró.
Sandfell að landa 17 tonnum á Fáskrúðsfirði
Sandfell kom í kvöld með 17 tonn af fiski til Fáskrúðsfjarðar eftir eina og hálfa lögn. Fiskurinn fer til vinnslu í frystihúsi félagsins.
Hoffell með rúm 500 tonn
Hoffell er á landleið með um 500 tonn af makríl úr Síldarsmugunni og verður í nótt kl. 04.00.
Samtals hefur þá skipið komið með að landi um 11.500 tonn af síld og makríl á vertíðinni.
Ljósafell hálfnað með túrinn fyrir Hafró
Ljósafell hefur landað tvisvar samtals 60 tonnum af fiski. Þann 3. október var landað í Reykjavík og 8. október var landað á Ísafirði. Skipið hefur fengið að mestu mjög gott veður.
Kakan í dag
Til hamingju með frábæran árangur 10.000 tonn af makríl.
Hoffell með 10.000 tonn af makríl
Hoffell fór út í dag í síðasta túr á vertíðinni eftir að hafa landað 600 tonnum. Áður en skipið hélt til veiða var áhöfninni færð kaka í tilefni þess að heildarafli í makríl er orðinn 10.000 tonn á vertíðinni, þar af voru 1.100 tonn af miðunum við Grænland.
Sandfell með 20 tonn á Siglufirði.
Sandfell er að landa í kvöld 20 tonnum á Siglufirði eftir tvær lagnir. Báturinn landaði eftir slippinn frá 14. september til 30. september 100 tonnum af þorsk og ýsu.
Hoffell með 600 tonn
Hoffell kom með 600 tonn af makríl úr Síldarsmugunni sl. föstudag.
Skipið fer til veiða í kvöld þegar búið er að landa.
Ljósafell með 100 tonn
Ljósafell landaði á Eskifirði í dag tæpum 100 tonnum. Skipið fer í leiguverkefni hjá Hafrannsóknarstofnun n.k. miðvikudag og er áælt. að það verði næstu þrjár vikur í því verkefni.
Hoffell á landleið með 900 tonn
Hoffell er á landleið með tæp 900 tonn af makríl úr Síldarsmugunni.
Af veiðisvæðinu er um 370 mílur til Fáskrúðsfjarðar. Aflinn náðist á 36 tímum. Hoffell er væntanlegt eftir hádegi á morgunn.
Ljósafell
Ljosafell er komið til Eskifjarðar með 90 tonn af blönduðum afla. Brottför aftur á þriðjudag klukkan 13:00