Garðar Svavarsson ráðinn framkvæmdastjóri Loðnuvinnslunnar og kaupfélagsstjóri Kaupfélags Fáskrúðsfirðinga

Garðar Svavarsson hefur verið ráðinn kaupfélagsstjóri Kaupfélags Fáskrúðsfirðinga og framkvæmdastjóri Loðnuvinnslunnar hf. Fáskrúðsfirði. Garðar tekur við starfinu af Friðriki Mar Guðmundssyni sem lætur af störfum á haustmánuðum eftir 19 ára starf hjá félögunum, þar af sem framkvæmdastjóri undanfarin 10 ár.

Garðar er sjávarútvegsfræðingur að mennt og kemur til félaganna frá Brim hf. þar sem hann hefur starfað í 24 ár, þar af sem forstöðumaður uppsjávarsviðs Brims hf. undanfarinn áratug.

Garðar hefur mjög víðtæka reynslu af störfum innan sjávarútvegs en frá því að hann hóf störf í fiskvinnslu á unglingsárum hefur hann gegnt hinum ýmsu störfum á sviði framleiðslu, sölu og markaðsmála. Garðar hefur tekið virkan þátt í uppbyggingu félagsins undanfarin ár, nú síðast með því að leiða uppsjávarsvið félagsins í áratug með góðum árangri.

Samhliða því að taka við starfi kaupfélagsstjóra Kaupfélags Fáskrúðsfirðinga og framkvæmdastjóri Loðnuvinnslunnar hf. Fáskrúðsfirði mun Garðar flytja með fjölskyldu sína til Fáskrúðsfjarðar en hann er kvæntur Aldísi Önnu Sigurjónsdóttir, náms- og starfsráðgjafa, og eiga þau saman fjögur börn.

Öflugur rekstur og viðburðarík ár

Loðnuvinnslan er að mestu leyti í eigu kaupfélagsins. Rekstur Loðnuvinnslunnar hefur gengið vel undanfarin ár og var árið 2022 besta ár í sögu félagsins. Eigið fé félagsins hefur fimmfaldast á undanförnum 10 árum, farið úr 3 milljörðum í 16 milljarða, og hagnaður verið samtals 14,5 milljarðar. Stjórnir beggja félaganna þakka Friðriki fyrir öfluga uppbyggingu og farsælt starf í þágu þeirra á liðnum árum.

„Ég vil þakka fyrir það traust og þann stuðning sem ég hef fengið frá starfsfólki og stjórn félaga á liðnum árum. Ég  er stoltur af þeim árangri sem við höfum náð saman. Jafnframt er ég þakklátur því að jafn reynslumikill og traustur maður og Garðar Svavarsson taki við keflinu í haust og leiði fyrirtækið inn í nýja tíma,“ segir Friðrik Mar Guðmundsson.

Hoffell með 1.100 tonn af makríl

Hoffell kom í land um kl 4 í nótt með 1.100 tonn af makríl. Aflinn er fenginn um 120 mílur austur af Fáskrúðsfirði.

Skipið fer út strax eftir löndun.

Ljósafell með fullfermi

Ljósafell kom í land á föstudaginn með fullfermi 115 tonn.  Aflinn var 40 tonn karfi, 30 tonn ýsa, 22 tonn þorskur, 15 tonn ufsi og annar afli. 

Skipið fór aftur út kl 12 í gærdag.

Mynd: Þorgeir Baldursson

Tilkynning um ráðningu gæðastjóra

Einir Björn Ragnarsson hefur verið ráðinn til starfa sem gæðastjóri Loðnuvinnslunnar og mun hefja störf þann 15. júlí. Hann útskrifaðist með B.Sc. gráðu í matvælafræði frá Háskóla Íslands þann 24. júní síðastliðinn.

Einir Björn er einnig menntaður kjötiðnaðarmaður og starfaði hann hjá Kjötkompaní samhliða námi. Hann er búsettur í Kópavogi og hlakkar til að flytja til Fáskrúðsfjarðar og hefja feril sinn sem gæðastjóri hjá Loðnuvinnslunni.

Við bjóðum hann velkominn í hópinn og hlökkum til samstarfsins.

Hoffell er á landleið með 1.150 tonn.

Hoffell er á landleið með 1.150 tonn.  Aflinn er 1.000 tonn Makríll og 150 tonn Síld. Um 900 tonn  af aflanum fengust við íslenskri landhelgi. Veiðin hefur verið 70 mílur frá landi.

Hoffell fer út strax eftir löndun.

Mynd: Valgeir Mar Friðriksson.

Ljósafell er á landleið með fullfermi 110 tonn.

Ljósafell er á landleið með fullfermi 115 tonn. Aflinn er 35 tonn Þorskur, 30 tonn Ýsa, 25 tonn Karfi, 20 tonn Ufsi og annar afli.

Ljósafell fer aftur út á mánudagskvöldið.

Mynd: Þorgeir Baldursson.

Ljósafell með fullfermi

Ljósafell kom inn í gær með fullfermi 110 tonn.  Aflinn er 45 tonn ýsa, 45 tonn karfi, 10 tonn ýsa, 4 tonn þorskur og annar afli.

Skipið fer aftur út kl. 16.00 í dag.

Norðingur á landleið með 1.900 tonn af Kolmunna.

Norðingur er á landleið með 1.900 tonn af kolmunna til bræðslu.  Skipið verður um kl. 1 í nótt. Aflinn fékkst um 300 mílur frá Fáskrúðsfirði austur af Færeyjum.

Mynd: Hafþór Hreiðarsson.

Ljósafell kemur inn um hádegi með tæp 100 tonn.

Ljósafell kemur inn um hádegi með tæp 100 tonn, aflinn er 35 tonn karfi, 30 tonn ýsa, 17 tonn þorskur, 15 tonn ufsi og annar afli.

Skipið fer út aftur á morgun kl. 18.

Mynd: Kjartan Reynisson.