Hoffell er á landleið með tæp 1.300 tonn af Makríl og verður snemma í fyrramálið. Góð veiði var í þessum túr aðeins 2 1/2 sólarhring tók að fá aflann.
Veiðisvæðið er smugunni núna og er um 360 mílur frá Fáskrúðsfirði. Hoffell hefur þá veitt um 5.300 tonn af Makríl og Síld á vertíðinni.
Skipið fer út strax eftir löndun.
Mynd: Valgeir Mar Friðriksson.