Norskir loðnubátar
Fimm norskir loðnubátar hafa lagt upp sumarloðnu til frystingar og bræðslu síðustu fimm daga. Þessir bátar eru Nordervon, Gerda María, Havglans, Rogne og núna í dag kom Raw með um 800 tonn.
Samtals hafa þessi skip landað um 45oo tonnum. Þetta er góð viðbót fyrir fyrirtækið.
Ljósafell
Ljósafell er nú að landa síðasta bolfiski fiskveiðiársins. Aflinn er um 60 tonn, og uppistaðan ufsi. Skipið á eftir að klára makrílkvótann þetta sumarið og fer fljótlega í það verkefni.
Ljósafell
Ljósafell kom inn á Sunnudag kl 11:00 með um 80 tonn. Uppistaða aflan er ufsi. Skipið heldur aftur til veiða á mánudag 7. júlí kl 20:00
Stórt framfaraskref fyrir fyrir fyrirtækið
Hoffelli, nýju skipi Loðnuvinnslunnar hf. var fagnað í gær þegar því var siglt inn í heimahöfn frá Noregi. Margt fólk var við móttökuathöfn þegar skipið lagðist að bryggju. Það má ætla að um 700 manns hafi komið um borð til að skoða nýja Hoffellið og þegið léttar veitingar.
Sigurbjörg Bergkvistdóttir gaf skipinu formlega nafn Hoffell SU-80, Séra Jóna Kristín Þorvaldsdóttir blessaði skipið og ræður fluttu Friðrik Mar Guðmundsson framkv. stj. LVF, Gísli Jónatansson fv. framkv.stj. LVF og Páll Björgvin Guðmundsson bæjarstjóri Fjarðabyggðar.
Þessi dagur var mikill hátíðisdagur fyrir íbúa Fáskrúðsfjarðar.
Nýtt Hoffell
Ágætu Fáskrúðsfirðingar.
Nýtt Hoffell kemur til heimahafnar n.k. sunnudag. Móttökuathöfn verður við höfnina frá kl. 14,00-17,00. Bæjarbúar eru boðnir velkomnir að skoða þetta glæsilega skip. Boðið verður upp á léttar veitingar um borð.
f/h Loðnuvinnslunnar h/f,
Friðrik Mar Guðmundsson
Ljósafell
Ljósafell kom með 25 tonn af þorski í gær eftir 1 sólarhring á veiðum. Skipið fór strax út aftur eftir löndun.
Ljósafell
Ljósafell kom inn í morgun með 93 tonn eftir fjóra daga á veiðum, aflinn var blandaður, 40 tonn þorskur, 30 tonn karfi, 15 ufsi og síðan annar afli.
Skipið fer út á morgun kl. 13,00
Ljósafell
Ljósafell kom inn með tæp 100 tonn á sl.mánudag og kom síðan með 45 tonn í morgun. Uppstaða aflans var ufsi.
Nýtt Hoffell
Loðnuvinnslan hefur keypt norska uppsjávarskipið Smaragd. Það er væntanlegt til Fáskrúðsfjarðar eftir um 2 vikur. Smaragd er með 5.900h MAK aðalvél og ber um 1.650 tonn. Í skipinu er öflugt kælikerfi sem hentar vel til manneldisvinnslu.
Gamla Hoffellið hefur verið sett í sölu.
Neðri myndin sýnir nýja skipið með fullfermi 1.650 tonn.
Ljósafell
Ljósafell er komið inn með fullfermi. Uppistaðan er ufsi. Skipið landar í dag Sunnudag, en brottför verður á þriðjudag 17. júní kl 24:00. (eða miðvikudag 18 júní kl 00:00 eftir því hvernig á það er litið )
Ljósafell
Ljósfell er komið inn með fullfermi. Uppistaða aflans er ufsi. Skipið heldur aftur til veiða á morgun, þriðjudag 10. júní kl 20:00
Ljósafell
Ljósafell er nú að landa um 62 tonnum eftir stuttan túr. Skipið heldur aftur til veiða á morgun, fimmtudag 5. júní kl 14:00