Veiðar á makríl hafa gengið vel að undanförnu. Hoffell landaði um 1000 tonnum í síðustu viku og hefur komið með um 850 tonn í þessari. Þrjár landanir í hvorri viku. Loðnuvinnslan hefur því tekið á móti um 3200 tonnum af makríl á vertíðinni og nánast allur aflinn farið til manneldis.