Byrjað var að landa úr Ásgrími Halldórssyni í morgun.

Ásgrímur kom í gær með 1.400 tonn af Loðnu til hrognatöku byrjað var að landa í morgun.

Meðfylgjandi mynd þegar áhöfnin tók á móti köku í tilefni komu þeirra á Fáskrúðsfjörð.

Mynd: Magnús Þorri Magnússon.

Ljósafell landar í Þorlákshöfn á morgun.

Ljósafell kemur í kvöld til Þorlákshafnar með tæp 80 tonn af blönduðum afla.

Aflinn er 27 tonn Utsi, 23 tonn Þorskur, 20 tonn Karfi, 8 tonn ýsa og annar afli.

Mynd: Þorgeir Baldursson.

Hoffell með fullfermi.

Hoffell kom í fjörðin í dag með fullfermi og bíður eftir að komast að löndunarbryggju.

Mynd; Loðnuvinnslan.

Hoffell á landleið með 2.300 tonn

Hoffell er á landleið með 2.300 tonn af Loðnu til hrognatöku.  Aflinn er fenginn úr vestangöngunni í Breiðafirði.

Mjög gott veður var á miðunum í dag og aflinn er fenginn á 10 tímum.

Mynd: Valgeir Mar Friðriksson.

Tasiilaq með 1.600 tonn.

Grænlenska nótaskipið Tasillaq kom í nótt með 1.600 tonn af Loðnu til hrognatöku.

Veiðin eru úr vestangöngunni sem er kominn inn á Breiðafjörð.

Mynd: Þorgeir Baldursson.

Högaberg á landleið með tæp 500 tonn.

Högaberg er á landleið með 500 af Loðnu til hrognatöku.  Er skipið í síðasta túr.

Mikið var að sjá á loðnumiðunum við Breiðafjörð og talið er að vestan ganga sé að koma inn á Breiðafjörðin.

Loðnulöndun.

Jóna Eðvalds er á leiðinni á Fáskrúðsfjörð með um 1.300 tonn til hrognatöku.

Skipið verður í fyrramálið.

Mynd: Þorgeir Baldursson.

Hoffell er á landleið með tæp 2.200 tonn af Loðnu.

Hoffell er á landleið með tæp 2.200 tonn af Loðnu og verður annað kvöld á Fáskrúðsfirði.  Aflinn fékkst út af Reykjanesi og á Breiðafirði.  Um 390 mílur eru frá miðunum á Breiðafirði til Fáskrúðsfjarðar. 

Hoffell hefur með þessum túr komið með tæp 8.000 tonn af Loðnu til hrognatöku í 4 veiðiferðum.  Skipið fer strax út eftir löndun.

Mynd: Valgeir Mar Friðriksson.

Tróndur í Götu er á landleið með 2.000 tonn.

Tróndur í Götu er á landleið með 2.000 tonn af Loðnu.  Hluti aflans fékks sunnar við Snæfellsnes og hluti vestur af Reykjanesi.

Við Reykjanes var komin seinni ganga að austan og var ágætis veiði þar í gær og í dag.

Mynd: Loðnuvinnslan.