02.06.2003
Á sjómannadaginn hélt séra Þórey Guðmundsdóttir guðsþjónustu um borð í Hoffelli, en að henni lokinni fóru skip Loðnuvinnslunnar hf. í siglingu um fjörðinn. Að vanda mætti fjöldi fólks, og var gestum boðið uppá kók og prinspóló.
28.05.2003
Mánudaginn 26. maí s.l. afhenti Gísli Jónatansson f.h. LVF og KFFB, knattspyrnudeild Leiknis, fótboltabúninga að gjöf frá fyrirtækjunum. Það var Magnús Ásgrímsson, formaður knattspyrnudeildar Leiknis, sem veitti búningunum viðtöku að viðstöddum nokkrum félögum í...
26.05.2003
Kolmunninn er farinn að veiðast inn í íslensku landhelginni. Hoffell fyllti sig á aðeins einum sólarhring 100 sjómílur NA af Fáskrúðsfriði. Eru innan við tveir sólarhringar síðan skipið fór frá Fáskrúðsfirði.
25.05.2003
Fyrstu síldinni úr norsk-íslenska stofninum var landað í gær. Hoffell landaði tæpum 600 tonnum af síld í gær (sjá skipafréttir). Ingunn AK landaði í nótt rúmmum 1800 tonnum af síld. Síldin veiddist 600 til 700 mílur norður í hafi.
21.05.2003
Hagnaður Loðnuvinnslunnar h/f kr. 72 millj. á fyrsta ársfjórungi. Hagnaður af rekstri Loðnuvinnslunnar h/f á Fáskrúðsfirði á fyrsta ársfjórungi 2003 varð kr. 72 millj. eftir skatta. Rekstrartekjur félagsins að frádregnum eigin afla voru kr. 678 millj., en...
19.05.2003
Krunborg landaði í gær 2400 tonnum af kolmunna. Og er þá búið að taka á móti 25000 tonnum af kolmunna, en á sama tíma í fyrra var búið að taka á móti 4000 tonnum.