Á sjómannadaginn hélt séra Þórey Guðmundsdóttir guðsþjónustu um borð í Hoffelli, en að henni lokinni fóru skip Loðnuvinnslunnar hf. í siglingu um fjörðinn. Að vanda mætti fjöldi fólks, og var gestum boðið uppá kók og prinspóló.