Miðvikudaginn 18. júní voru haldin að Hótel Bjargi „skólaslit“ í Markviss verkefni Loðnuvinnslunnar hf. Verkefnið Markviss uppbygging starfsmanna hefur staðið í allan vetur í samstarfi við Fræðslunet Austurlands, og mun verkefnið standa út þetta ár og til loka 2004. Meðal annars hefur verið boðið uppá fjölbreytt námskeið Menntasmiðju Afls og FNA. Starfsmenn styrktir á vinnuvélanámskeið, LVF hefur niðurgreitt kostnað við líkamsrækt, gefið út fréttabréf, opnað heimasíðu ofl. Einn liður í Markviss átakinu var að halda fiskvinnslunámskeið, og var leitað til Starfsfræðslunefndar fiskvinnslunnar um að halda það. Alls sóttu 20 starfsmenn Loðnuvinnslunnar hf. þetta námskeið sem stóð í eina viku. Að námskeiði loknu teljast þeir sem það sóttu „sérhæfðir fiskvinnslumenn“, og fengu afhent skírteini því til staðfestingar.

Á myndinni má sjá hluta þess fólks sem sótti námskeiðið.

Zbigniew Grzelak, Steingrímur Gunnarsson, Gestur Júlíusson, Ifet Mesetovic, Paulius Naucius, Solandza Nauciene, Dóra Jóhannsdóttir, Ásta Lárusdóttir, Werrawan Warin, en auk þeirra eru á myndinni Kjartan Reynisson og Gísli Jónatansson framkvæmdastjóri Loðnuvinnslunnar hf.