Mánudaginn 26. maí s.l. afhenti Gísli Jónatansson f.h. LVF og KFFB, knattspyrnudeild Leiknis, fótboltabúninga að gjöf frá fyrirtækjunum.

Það var Magnús Ásgrímsson, formaður knattspyrnudeildar Leiknis, sem veitti búningunum viðtöku að viðstöddum nokkrum félögum í Leikni, sem brugðu sér í nýju búningana af þessu tilefni.

Á myndinni eru f.v. Magnús Ásgrímsson, Ingimar Guðmundsson, Björgvin Stefán Pétursson, Inga Sæbjörg Magnúsdóttir, Margrét Jóna Þórarinsdóttir og Gísli Jónatansson.