Sumarloðna

Norska skipið Rottingöy landaði í dag 520 tonnum af loðnu á Fáskrúðsfirði.

Franskir dagar IX

Loðnuvinnslan h/f óskar Fáskrúðsfirðingum og gestum allra heilla á Frönskum dögum, sem nú eru haldnir í 9. sinn.

Sumarloðna

Norska skipið Krossfjord kom í morgun til Fáskrúðsfjarðar með um 600 tonn af loðnu.

Sumarloðna

Norsku bátarnir Hardfisk og Havglans lönduðu í kringum 700 tonnum af loðnu samanlagt í nótt og morgun. Er þetta fyrsta sumarloðnan sem berst hingað á þessu ári.

Kolmunni

Norska skipið Mögsterhav H-21-AV landaði í gær, sunnudaginn 18. júlí, 815 tonnum af kolmunna hjá LVF.

Krúnborg komin aftur

Færeyska skipið Krúnborg TN 265 frá Þórshöfn kom í nótt til Fáskrúðsfjarðar með um 2400 tonn af kolmunna, sem veiddist norður af Færeyjum og var um 240 sjómílna sigling af miðunum. Krúnborg landaði einnig hjá LVF 28. júní s.l.