06.02.2005
Bræla er á loðnumiðunum og nokkrir bátar hafa þess vegna komið til hafnar á Fáskrúðsfirði. Antares VE landaði 400 tonnum, Sigurður VE og Ísleifur VE lönduðu slöttum.
03.02.2005
Færeyska skipið Saksaberg FD 125 landaði hjá LVF í gær um 400 tonnum af loðnu.
30.01.2005
Í nótt var landað loðnu úr tveimur skipum. Það voru Víkingur AK 100 sem var með 539 tonn og Hoffell SU 80 með 714 tonn. Bræla hefur verið á miðunum og hefur fjöldi skipa bæði íslenskra og erlendra legið af sér bræluna við bryggju á Fáskrúðsfirði. LVF hefur nú tekið á...
28.01.2005
Svanur RE 45 landaði í nótt 1223 tonnum af loðnu hjá LVF og í morgun landaði Bergur VE 44 1195 tonnum. Þá landaði færeyska skipið Saksaberg FD 125 frá Götu 300 tonnum.
25.01.2005
Hinn 23. janúar 2005 lestaði flutningaskipið Satúrn 1430 tonn af mjöli til Danmerkur og í dag lestaði Freyja 1200 tonn af lýsi, sem skipið flytur til Noregs.
24.01.2005
Ingunn AK 100 landaði í nótt um 2000 tonnum af loðnu hjá LVF og Faxi RE 9 kom til Fáskrúðsfjarðar í morgun með 1400 tonn. Þá er von á Bergi VE 44 síðar í dag með 1200 tonn.