Taits landar kolmunna

Skoska skipið Taits FR 227 er að landa um 1000 tonnum af kolmunna á Fáskrúðsfirði. Aflann fékk skipið í lögsögu Færeyja.

Mikil kolmunnaveiði suður af Færeyjum.

Jupiter FD 42 frá Götu er að landa 2000 tonnum af kolmunna, þá eru væntanlegir á morgun til Fáskrúðsfjarðar bæði Hoffell og skoski báturinn Conquest með fullfermi, samtals 2500 tonn.

Fyrst kvenna

Það bar til tíðinda í morgun hjá LVF að kona mætti á vakt í fiskimjölsverksmiðjunni. Hún heitir Alberta Guðjónsdóttir og mun vera fyrst kvenna á Fáskrúðsfirði til að hefja störf við sjálfa framleiðsluna. Konur hafa hins vegar starfað um árabil á rannsóknarstofunni og...

Kolmunni úr lögsögu Færeyja.

Finnur Fríði landaði 2408 tonnum af kolmunna í gær og nótt. Hoffell er væntanlegt í fyrramálið með 1200 tonn af kolmunna. Kolmunninn veiðist nú syðst í lögsögu Færeyja við miðlínu Skotlands og Færeyja.

Hans Óli ráðinn til LVF

Hans Óli Rafnsson hefur verið ráðinn til LVF og mun m.a. hafa umsjón með tölvuvinnslu og launaútreikningum hjá félaginu. Hann tekur við starfinu af Kjartani Reynissyni, sem gegnt hefur því í 24 ár. Hans Óli er fæddur á Fáskrúðsfirði 31. júlí 1966 og ólst þar upp. Hann...

Aðalfundur KFFB

Aðalfundur Kaupfélags Fáskrúðsfirðinga var haldinn á Hótel Bjargi föstudaginn 8. apríl kl. 17.30. Hagnaður KFFB skv. samstæðureikningi nam kr. 29,5 millj., en eigið fé þess var kr. 1.346 millj. sem er 95,7% af niðurstöðu efnahagsreiknings. Auk venjulegra...