Það bar til tíðinda í morgun hjá LVF að kona mætti á vakt í fiskimjölsverksmiðjunni. Hún heitir Alberta Guðjónsdóttir og mun vera fyrst kvenna á Fáskrúðsfirði til að hefja störf við sjálfa framleiðsluna. Konur hafa hins vegar starfað um árabil á rannsóknarstofunni og við ræstingar hjá verksmiðjunni. Mikil gleði ríkti í morgun á meðal starfsmannanna yfir því að fá kattþrifna konu í hópinn. Velkomin Alberta.