26.03.2015
Í gær kom Knester með 850 tonn af loðnu til hrognatöku og í dag kemur Garðar með 1000 tonn og 500 tonn í bræðslu. Skipin veiða loðnuna í Barentshafi.
25.03.2015
Hoffell SU 802 hefur lokið loðnuveiðum að þessu sinni og skilaði nótinni í land í Reykjavík í gærkvöldi. Alls voru veidd 5.100 tonn af loðnu fyrir HB-Granda á vertíðinni og landað á Vopnafirði og Akranesi.
20.03.2015
Í nótt kom Vestviking með um 1400 tonn af kolmunna og síðan kemur Hargun með um 900 tonn af kolmunna um hádegi.
20.03.2015
Loðnuvinnslan hefur tekið á móti 50.000 tonnum af loðnu og kolmunna frá áramótum. Loðnan hefur verið unnin til frystingar, hrognatöku og bræðslu, en kolmunninn hefur farið í bræðslu.
18.03.2015
Hoffell SU 80 er á landleið með um 670 tonn af loðnu og rifna nót. Með þessum afla er kvóti skipsins nánast búinn.
15.03.2015
Hoffell kom með fullfermi af loðnu í nótt og verður landað til hrognatöku.