Ljósafell

Ljósafell landaði á laugardag (4.apríl) um 100 tonnum, og kom aftur í gærkvöld (7. apríl) með um 50 tonn. Uppistaða aflans hefur verið þorskur og ufsi. Skipið hélt aftur til veiða í morgun kl 08:00
Keyptur nýr gufuþurrkari.

Keyptur nýr gufuþurrkari.

Þann 27. mars sl. var skrifað undir kaup á nýjum gufuþurrkara frá Haarslev í Danmörku fyrir fiskimjölsverksmiðju LVF. Þurrkarinn er 697m2 og afkastar 500 tonnum af mjöli á sólarhring. Elsti þurrkarinn verður settur út í staðinn, nýr þurrkari er 40% stærri en sá eldri....

Þrándur í Götu með 2.600 tonn.

Þrándur í Götu kemur á morgun með um 2.600 tonn af kolmunna til bræðslu, hann er veiddur í landhelgi Írlands. Íslensk skip hafa ekki leyfi til að veiða á þessu svæði.

Ljósafell

Ljósafell er nú að landa á Eskifirði. Aflinn er um 60 tonn og uppistaðan karfi og ufsi. Fiskurinn fer allur á markaði. Brottför skipsins er á þriðjudag 31. mars kl 17:00

Rogne og Malena S með 1800 tonn

Rogne kom með tæp 1.000 tonn af loðnu í gær og Malena S. kom með 800 tonn í dag til hrognatöku úr Barentshafi.