Þann 27. mars sl. var skrifað undir kaup á nýjum gufuþurrkara frá Haarslev í Danmörku fyrir fiskimjölsverksmiðju LVF. Þurrkarinn er 697m2 og afkastar 500 tonnum af mjöli á sólarhring. Elsti þurrkarinn verður settur út í staðinn, nýr þurrkari er 40% stærri en sá eldri. Afköst ættu að aukast um 100-200 tonn á sólarhring.