Kaupfélagið gefur kastala

Kaupfélag Fáskrúðsfirðinga færði Fjölskyldugarðinum á Fáskrúðsfirði kastala að gjöf. Um er að ræða leiktæki fyrir börn frá eins árs aldri og uppúr. Í honum er hægt að klifra, ganga yfir hengibrú og renna sér,  auk margra annarra hluta sem hugmyndaríkt fólk á öllum aldri á vafalaust eftir að nýta sér.  Er um all veglega gjöf að ræða þar sem slíkur kastali kostar rúmlega 1.8 milljónir króna en Kaupfélagið hefur staðið dyggilega við bakið á Áhugahópnum um Fjölskyldugarð þar sem það hefur áður gefið 1.5 milljónir í hoppudýnu sem gengur undir nafninu Ærslabelgur.  Hrefna Eyþórsdóttir talskona Áhugahópsins tók á móti kastalanum þegar hann var afhentur með formlegum hætti á vindasömu en björtu síðdegi og þakkaði hún fyrir gjöfina og sagði að Fjölskyldugarðurinn væri ekki orðinn svona ríkur af leiktækjum ef ekki væri fyrir tilstilli Kaupfélagsins þó þess beri að halda til haga að mörg fyrirtæki, félagasamtök, sjóðir og einstaklingar hafa lagt uppbyggingunni lið.

BÓA

Ljósafell

Ljósafell er nú að landa um 95 tonnum. Uppistaða aflans er þorskur og ufsi. Skipið fer aftur á veiðar í dag, þriðjudaginn 25. september klt 17:00.

Sandfell

Sandfell er nú byrjað á veiðum að afloknum slipp á Akureyri. Þeir voru ekki lengi að smella í hann, skipverjarnir, og var landað 15 tonnum á Siglufirði á Sunnudag. Báturinn sigldi síðan austur og er að hefja veiðar á Austfjarðamiðum í dag.

Hoffell

Hoffel er nú að landa um 1050 tonnum af makríl. Fyrir liggur að reyna einn túr í viðbót á þessum veiðiskap, að löndun lokinni.

Hoffell

Hoffell er nú að landa um 1000 tonnum af makríl til vinnslu og verður unnið við uppsjávarfyrstingu alla helgina. Aflinn fékkst í Smugunni og hefur áhöfn Hoffells gengið vel að undanförnu. Í Aflafréttum birtist nýlega frétt að eftir síðustu löndun Hoffells væri skipið orðið aflahæst í makríl með um 7.200 tonn. Við það bætast svo þessi 1000 tonn sem er verið að landa nú.

Ljósafell

Ljósafell landaði í gær um 70 tonnum. Uppistaðan var ufsi og karfi. Skipið fór aftur til veiða kl 17:00 í gær að löndun lokinni.

Ljósafell

Ljósafell landaði í dag um 75 tonnum. Uppistaðan ufsi og þorskur. Skipið heldur svo aftur til veiða í dag kl. 18:00, eftir að löndun og öryggisfræðslu sjómanna lýkur.

Hoffell

Hoffell landaði um helgina um 940 tonnum af makríl sem veiddist í Smugunni. Skipið fór svo út aftur í gærkvöld til sömu veiða, að lokinni löndun og öryggisfræðslu sjómanna.

Aldrei gott að fiska mikið áður en farið er af stað

Þegar Hoffellið skreið út Fáskrúðsfjörðinn í logninu í kvöld, miðvikudaginn 5.sept,  sló greinarhöfundur á þráðinn í brúnna og Páll Sigurjón Rúnarsson tók undir. Ástæða hringingarinnar var sú að Hoffellið  er komið yfir 1 milljarð króna í aflaverðmætum. Það er, sá afli sem Hoffell hefur komið með að landi síðan 1.janúar s.l. er andvirði rúmlega 1 milljarðs, samtals um 32 þúsund tonn.  Að því tilefni var áhöfninni færð terta og aðspurður sagði Páll, sem er starfandi skipstjóri á Hoffellinu, að engin tími hefði verið til að gæða sér á tertunni áður en lagt var úr höfn. „Hún verður höfð sem eftirréttarterta í kvöld“ sagði hann.  Hoffell er leið í Smuguna á makrílveiðar svo að framundan er löng sigling, einar 420 sjómílur sem taka um 30 klukkustundir að sigla.  Þegar Páll var spurður að því hvort að hann væri ekki ánægður með árangur Hoffellsins svaraði hann hógvær að alltaf væri ánægjulegt þegar vel gengi.  Að lokum var  Páll inntur eftir því  hvort að hann ætti von á að þeir yrðu snöggir að fá skammtinn svaraði hann að bragði: „ja, spáin er góð og það er búið að vera veiði þarna, en það er aldrei gott að fiska mikið áður en maður fer af stað“.  Þetta þótti greinarhöfundi gáfulega mælt og hefur engu við að bæta að sinni.

BÓA

Hoffell

Hoffell á landleið með rúm 900 tonn af makríl sem fékkst í Smugunni eftir um sólarhring á veiðum. Skipið er væntanlegt um miðjan dag á morgun, mánudag 3. september.

Ljósafell

Ljósafell er komi inn með síðasta farm kvótaársins, enda gamársdagur kvótakerfisins í dag. Aflinn er um 58 tonn af ýsu, þorski og ufsa. Skipið heldur aftur til veiða á laugardagskvöld.

Hoffell

Hoffell kom til löndunar í fyrradag með um 920 tonn af makríl. Skipið fór svo aftur til sömu veiða í gærkvöld og er stefnan sett á Smuguna, en þar hefur makríllinn verið mestu magni að undanförnu.