Fréttir
Green Frost
Green Frost lestaði í gær um 455 tonn af loðnuhrognum og 100 tonn af makrílafurðum. Skipað var út úr nýja frystiklefanum og lestaði skipið við löndunarbryggu fiskimjölsverksmiðjunnar.
Nýr lágtíðnisónar í Hoffellinu
Sífelld þróun er í fiskileitartækjum rétt eins og öðrum tækjum. Hoffellið fékk á dögunum nýjan tækjakost, svokallaðan lágtíðnisónar. Tæki þetta heitir Simrad SU 90 og býr yfir þeim eiginleika að það sendir bæði lárétta og lóðrétta geisla sem þýðir að ekki er...
Mjölútskipun
Búið er að skipa út rúmum 1.300 tonnum í mjölskipið Arion. Mjölið fer til Noregs. Von er á öðru skipi síðar í mánuðinum og mun það taka um 1.600 tonn af mjöli
Gleðileg jól
Loðnuvinnslan hf óskar starfsfólki og fjölskyldum þeirra gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári með þökkum fyrir samstarfið á árinu. Óskum einnig viðskiptavinum gleðilegra jóla með þökk fyrir viðskiptin á árinu.
Vinnum verkið heima
Um jól og áramót nota margir tímann til góðra verka. Þar á meðal er Bergsteinn Ingólfsson yfirvélstjóri á Ljósafellinu og samverkamenn hans í vélarrúminu. „Við erum að taka upp vélina“ sagði Bergsteinn, „ og tilgangurinn er að skoða aðalvélahluta eins og hedd og...
Hoffell
Hoffell er nú að landa um 600 tonnum af síld til söltunar og frystingar. Með því er síldveiðum lokið þetta árið. Skipið fer nú til Akureyrar til að sinna hefðbundnu viðhaldi um jól og áramót. (eins og í fyrra )
Sendu okkur línu
Finnurðu ekki uppýsingarnar sem þú ert að leita að?
Ekki hika við að hafa samband við okkur.
Hvar eru skipin?
Skoðaðu hvar skipin okkar eru stödd.
Loðnuvinnslan hf
Skólavegur 59
750 Fáskrúðsfjörður
kt. 581201-2650