Fréttir
Ljósafell
Ljósafell landaði í dag um 75 tonnum. Uppistaðan ufsi og þorskur. Skipið heldur svo aftur til veiða í dag kl. 18:00, eftir að löndun og öryggisfræðslu sjómanna lýkur.
Hoffell
Hoffell landaði um helgina um 940 tonnum af makríl sem veiddist í Smugunni. Skipið fór svo út aftur í gærkvöld til sömu veiða, að lokinni löndun og öryggisfræðslu sjómanna.
Aldrei gott að fiska mikið áður en farið er af stað
Þegar Hoffellið skreið út Fáskrúðsfjörðinn í logninu í kvöld, miðvikudaginn 5.sept, sló greinarhöfundur á þráðinn í brúnna og Páll Sigurjón Rúnarsson tók undir. Ástæða hringingarinnar var sú að Hoffellið er komið yfir 1 milljarð króna í aflaverðmætum. Það er, sá...
Hoffell
Hoffell á landleið með rúm 900 tonn af makríl sem fékkst í Smugunni eftir um sólarhring á veiðum. Skipið er væntanlegt um miðjan dag á morgun, mánudag 3. september.
Ljósafell
Ljósafell er komi inn með síðasta farm kvótaársins, enda gamársdagur kvótakerfisins í dag. Aflinn er um 58 tonn af ýsu, þorski og ufsa. Skipið heldur aftur til veiða á laugardagskvöld.
Hoffell
Hoffell kom til löndunar í fyrradag með um 920 tonn af makríl. Skipið fór svo aftur til sömu veiða í gærkvöld og er stefnan sett á Smuguna, en þar hefur makríllinn verið mestu magni að undanförnu.
Sendu okkur línu
Finnurðu ekki uppýsingarnar sem þú ert að leita að?
Ekki hika við að hafa samband við okkur.
Hvar eru skipin?
Skoðaðu hvar skipin okkar eru stödd.
Loðnuvinnslan hf
Skólavegur 59
750 Fáskrúðsfjörður
kt. 581201-2650
