Ljósafell
Ljósafell er að landa um 82 tonnum og uppistaðan þorskur. Túrinn er merkilegur fyrir þær sakir að í fyrsta sinn er Ljósafell komið með aflaverðmæti yfir 1 milljarð á almanaksári. Í ljósi bættrar kvótastöðu er ekki óvarlegt að ætla að slíkt gerist aftur. „Til hamingju Ljósafellsmenn“
Ljósafell
Ljósafell kom inn í morgunn með um 40 tonn. Skipið fer strax aftur til veiða að löndun lokinni.
Hoffell
Hoffell er komið inn til löndunar með um 450 tonn. Aflinn fer til söltunar. Brottför verður að löndun lokinni ef veður leyfir.
Ljósafell
Ljósafell er komið inn með fullfermi, eða um 100 tonn af þorski og ýsu. Að auki fékk Gullberg VE að fljóta með í land, en vélarbilun olli því að Ljósafell tók þá í tog. Skipin voru komin í höfn á Fáskrúðsfirði kl 21:00.
Þetta hefur verið góð vika hjá Ljósafellsmönnum, því áður höfðu þeir landað 67 tonnum á mánudegi og 85 tonnum á miðvikudegi.
Ljósafell
Ljósafell kom inn kl 20:00 í gærkvöld með um 80 tonn, uppistaðan þorskur. Túrinn tók því tæpa tvo sólarhringa frá því lagt var af stað á Sunnudagskvöldi. Brottför aftur í kvöld 2. desember kl 20:00
Ljósafell
Ljósafell er á landleið með um 62 tonn, og uppistaðan þorskur. Skipið fer aftur út á morgun, Sunnudag 29. nóvember kl 20:00
Hoffell

Hoffell kom inn í morgun með um 340 tonn af síld.
Brottför aftur á Sunnudaginn 29. nóvember kl 16:00
Afskipanir

Það er líflegt við Bræðsluna í dag. Flutningaskipið Haukur er að lesta rúm 1300 tonn af mjöli, og fyrir aftan það á næstu bryggju er Key Bay að lesta um 2500 tonn af lýsi á sama tíma.
LVF selur Haukaberg til Patreksfjarðar

Loðnuvinnslan hefur selt Haukaberg SH-20 til Odda á Patreksfirði án veiðiheimilda. LVF keypti hlutafélagið Hjálmar í Grundarfirði í sumar, en félagið var eigandi Haukabergs ásamt 400 tonna veiðiheimildum.
Oddi h/f tók á móti Haukabergi í Grundarfjarðarhöfn sl. laugardag.
Nokkrar vikur líða uns báturinn fer á veiðar en áður þarf að koma ýmsum búnaði fyrir um borð svo sem beitingavélum og öðrum búnaði til línuveiða.
Mynd Aflafréttir.is/Grétar Þór
Ljósafell
Ljósafell landaði í dag um 92 tonnum. Uppistaðan þorskur og ýsa. Skipið fer aftur til veiða á morgun, þriðjudag 24. nóv. kl 13:00
Hoffell
Hoffell er á landleið með um 500 tonn af síld til söltunar.
Ljósafell
Ljósafell er að landa 95 tonnum af blönduðum afla í dag. Brottför á morgun, þriðjudag 17. nóvember kl 13:00