Ljósafell er komið inn með fullfermi, eða um 100 tonn af þorski og ýsu. Að auki fékk Gullberg VE að fljóta með í land, en vélarbilun olli því að Ljósafell tók þá í tog. Skipin voru komin í höfn á Fáskrúðsfirði kl 21:00.

Þetta hefur verið góð vika hjá Ljósafellsmönnum, því áður höfðu þeir landað 67 tonnum á mánudegi og 85 tonnum á miðvikudegi.