Loðnuvinnslan hefur selt Haukaberg SH-20 til Odda á Patreksfirði án veiðiheimilda. LVF keypti hlutafélagið Hjálmar í Grundarfirði í sumar, en félagið var eigandi Haukabergs ásamt 400 tonna veiðiheimildum.

Oddi h/f tók á móti Haukabergi í Grundarfjarðarhöfn sl. laugardag.

Nokkrar vikur líða uns báturinn fer á veiðar en áður þarf að koma ýmsum búnaði fyrir um borð svo sem beitingavélum og öðrum búnaði til línuveiða.

Mynd Aflafréttir.is/Grétar Þór