Ljósafell er að landa um 82 tonnum og uppistaðan þorskur. Túrinn er merkilegur fyrir þær sakir að í fyrsta sinn er Ljósafell komið með aflaverðmæti yfir 1 milljarð á almanaksári. Í ljósi bættrar kvótastöðu er ekki óvarlegt að ætla að slíkt gerist aftur. „Til hamingju Ljósafellsmenn“