Ljósafell

Ljósafell er nú að landa. Aflinn er um 82 tonn og uppistaðan þorskur.

Sandfell

Til gamans má geta þess að þegar áhöfnin á Sandfelli fór í páskafrí var búið að fiska 390 tonn á bátinn fyrir rúmar 100 milljónir í aflaverðmæti frá 6. febrúar að telja. Á myndinni er svo báturinn með fjallið Sandfell í baksýn.

Sandfell

Sandfell landaði 12 tonnum á Stöðvarfirði í gær og 11 tonnum á Djúpavogi í fyrradag. Báturinn er nú í höfn á Fáskrúðsfirði og áhöfnin kominn í páskafrí.

Hoffell

Hoffell landaði í nótt 540 tonnum af kolmunna.

Sandfell

Sandfell landaði á Djúpavogi í gær, laugard, 19 mars. Aflinn var 9,5 tonn og í dag, sunnudag er báturinn að landa 8,3 tonnum, sömuleiðis á Djúpavogi. Uppistaða aflans er þorskur sem kemur til vinnslu í frystihúsi LVF.

Ljósafell

Ljósafell hefur nú að lokið við verkefni sitt fyrir Hafrannsóknarstofnun og landaði 47 tonnum í morgunn. Nú tekur við ýmislegt viðhald, en reiknað er með næstu löndun á Þriðjudag eftir páska.

Sandfell 120 tonn í mars.

Sandfell hefur verið að róa að undanförnu. Aflinn í dag er um 7 tonn, 7 tonn í gær og 9 tonn í fyrradag.



Samtals rúm 120 tonn það sem af er mars.

Hoffell

Hoffell er á landleið með síðasta farm þessarar loðnuvertíðar, en hún hefur verið stutt, en snörp. Skipið lagði af stað til loðnuveiða þann 1. mars og er nú búið með 3600 tonna kvóta í þrem veiðiferðum.

Ljósafell

Ljósafell hefur nú lokið við 134 togstöðvar í „Togararalli Hafrannsóknarstofnunar“. Skipið er nú að landa í Reykjavík og er aflinn um 72 tonn, mest karfi. Brottför óákveðin í ljósi veðurútlits.

Sandfell

Sandfelli hefur vegnað vel að undanförnu. Báturinn hefur róið alla daga og landaði 14 tonnum á föstudag, 13 tonnum á laugardag og aftur 13 tonnum á sunnudag. Aflinn í tveim síðustu túrunum verður unninn í frystihúsi LVF.

Hoffell

Hoffell er á landleið með túr númer tvö á þessari loðnuvertíð. Verður í kvöld kl 21:00