Sandfelli hefur gengið vel það sem af er viku. Á mánudaginn landaði báturinn 9,2 tonnum, þriðjudag 8,9 tonnum, miðvikudag 10 tonnum og í dag fimmtudaginn 28. apríl, 12,8 tonnum. Öllu hefur verið landað á Djúpavogi, en nokkuð af aflanum hefur verið keyrt á Fáskrúðsfjörð til vinnslu í Frystihús Loðnuvinnslunnar hf.