Ljósafell á landleið.
Ljósafell er á landleið með fullfermi 110 tonn og verður í höfn um kl. 14.00. Aflinn er 55 tonn Þorskur, 20 tonn Ufsi, 20 tonn Karfi og 15 tonn Ýsa og annar afli.
Tasiilaq kom inn í kvöld með 800 tonn af Loðnu.
Tasillaq fékk Loðnuna vestan við Þorlákshöfn, Loðnan verður fryst og seld til Japans.
Mynd: Albert Kemp.
Hoffell á landleið með 1.050 tonn.
Hoffell er á landleið með 1.050 tonn af Loðnu og siglir norður fyrir land út af slæmu veðri sunnan land, Skipið er um 1 1/2 sólarhring á leiðinni til Fáskrúðsfjarðar, verður vonandi á miðvikudagsmorgun. Hoffell hefur þá veitt rúm 15.000 tonn af loðnu á vertiðinni.
Gerda Marie er á landleið með 1.650 tonn.
Gerda Marie er á landleið með 1.650 tonn af Loðnu.
Tasiilaq og Tuneq með samtals 1.700 tonn.
Tasiilaq kom í dag með 1.300 tonn og Tuneq með 400 tonn. Það er verið að frysta á Japansmarkað úr Tasiilaq.
Hoffell kom í gær með Loðnu til frystingar.
Hoffell kom inn í gærdag með 1.200 tonn af Loðnu til frystingar á Japansmarkað. Skipið fer út snemma í fyrramálið.
Rotsund lestar 1.100 tonn af hæng.
Rotsund er að lesta 1.100 tonn af hæng til Klaipeta.
Key North að lesta 1.260 tonn af lýsi.
Í dag er verið að lesta 1.260 tonn af lýsi.
Hoffell á landleið með 1.100 tonn af Loðnu.
Hoffell er á landleið með 1.100 tonn af loðnu til frystingar og í bræðslu. Loðan er fenginn í grunnnót.
Hrognin eru orði tæp 15% og eru orðin góð á Asíumarkað.
Tasillaq kom með 1.700 tonn í dag .
Tasillaq kom inn í dag og landar um 1.700 tonnum af Loðnu. Búið er að landa 21.000 tonnum af Loðnu hjá Loðnuvinnslunni með þessar löndun
Ljósfell kom inn í morgun með 35 tonn.
Ljósafell kom inn í morgun og millilandaði eftir 1 ½ sólarhring. Skipið var með 35 tonn, sem var að mestu Þorskur.
Ljósafell fer út strax eftir löndun.
Hoffell kom inn í dag með 1.300 tonn af Loðnu.
Hoffell kom inn í dag með 1.300 tonn af Loðnu. Hoffell tekur nú grunnnótina og líklegt að veiðin sé að koma upp við Hornafjörð næstu daga.