Siðustu loðnulandanir á vertíðinni
Þróndur í Götu, Hoffell og Götunes komu í lok síðustu með samtals með 1.740 tonn til hrognatöku. Þróndur var með 630 tonn, Hoffell með 476 tonn og Götunes með 634 tonn.
Loðnuhrognavertíðin gekk vel á Fáskrúðsfirði og fryst voru samtals 2.750 tonn af hrognum hráefnið kom frá Hoffelli, Tróndi í Götu, Finni Frida og Götunesi. Við þökkum sjómönnum og starfsfólki landi fyrir frábær störf undanfarnar vikur. Einnig þökkum við gott samtarf við sjómenn á Götuskipunum frá Færeyjum.

Mynd/ Þorgeir Baldursson

Mynd/ Þorgeir Baldursson.

Mynd/ Loðnuvinnslan.
Ljósafell kemur inn kvöld til Þorlákshafnar með fullfermi.
Ljósafell kemur inn í kvöld til Þorlákshafnar með fullfermi eða rúm 100 tonn. Aflinn er 40 tonn Þorskur, 30 tonn Ufsi, 15 tonn Ýsa og 15 tonn Karfi. Þetta er önnur löndun Ljósafells í vikunni en skipið landaði rúmum 90 tonnum af blönduðum afla í Þorlákshöfn sl. miðvikudag.

Tróndur í Götu kom í gær með 1.300 tonn til hrognatöku.
Þróndur í Götu er að landa í dag til hrognatöku. Tróndur hefur þá landað til hrognatöku samtals rúmum 3.300 tonnum.
Finnur friði og Tróndur í Götu.
Finnur Fríði að landa og Tróndur býður eftir löndun.

Finnur Fridi kom og landaði 700 tonnum í hrognatöku.
Finnur Fridi landaði 700 tonnum í hrognatöku í gær og hefur þá komið með tæp 3.700 tonn í hrognatöku til LVF.
Hoffell á landleið með fullfermi í hrognatöku og verður um kl. 8 í fyrramálið.
Hoffell er á landleið með fullfermi í hrognatöku, aflinn fékkst vestur af Snæfellsnesi og síðan við Vestmannaeyjar.
Skipið fer strax út eftir löndun. Með þessum farmi hefur LVF tekið á móti um 41.000 tonnum af Loðnu frá áramótum.

Finnur Friði á landleið með rúm 1.000 tonn af Loðnu til hrognatöku.
Finnur Fridi er á landleið og verður í fyrramálið með 1.000 tonn af loðnu til hrognatöku.

Trondur í Götu.
Tróndur í Götu kom í gærkvöldi með rúm 2.000 tonn af Loðnu til hrognatöku. Aflinn er fenginn að mestu út af Ísafirði.

Hoffell er á landleið með tæp 1.400 tonn.
Hoffell er á landleið með tæp 1.400 tonn af Loðnu til hrognatöku og verður kl. 21.00 í kvöld.
Hoffell fékk Loðnuna vestur af Látrabjargi og eru 360 mílur til Fáskrúðsfjarðar af miðunum.

Wilson Thames.
Wilson Thames lestaði í dag 1.300 tonn af mjöli í góðu veðri. Besta útskipunarveður í langan tíma.

Finnur Fríði.
Finnur Fridi kom inn í dag með um 1.800 tonn af Loðnu til hrognatöku.

Götunes.
Götunes kemur snemma í fyrramálið með 1.600 tonn af Loðnu til hrognatöku.
