Loðnulandanir

Norski báturinn Rav landar 1000 tonnum af loðnu í dag, en fyrir helgina lönduðu 3 norskir bátar 700-800 tonnum hver.

50 þúsund tonn af kolmunna

Nú er búið að landa tæplega 50 þúsund tonnum af kolmunna á árinu og hefur fyrirtækið aldrei tekið á móti svo miklu magni. Ingunn AK er að landa í dag um 1800 tonnum af kolmunna.

Annir við höfnina

Miklar annir hafa verið við höfnina undanfarna daga bæði við kolmunnalandanir og útskipanir á afurðum. Í gær var skipað út 1300 tonnum af lýsi í eitt skip og svo komu tvö skip og tóku 2000 tonn af mjöli. Einnig var landað í gær úr Christían í Grótinum 1900 tonnum af...

Tróndur í Götu

Tróndur í Götu er að landa 2600 tonnum af kolmunna sem fékkst 100 mílur austur af Fáskrúðsfirði en mikil veiði hefur verið undanfarna daga. Mikil ánægja ríkir hér eftir ákvörðun sjávarútvegsráðherra um að auka kolmunnakvótann eins mikið og raun bar...

Síldarlöndun

Grænlenska nótaskipið Siku landaði í nótt 1200 tonnum af síld og er þetta þriðji farmurinn af norsk-íslensku síldinni sem landað er hjá Loðnuvinnslunni. Megnið af síldinni hefur farið í bræðslu en þó var flakaður og saltaður hluti af afla...
Íslenskunámskeið

Íslenskunámskeið

Í vetur hefur Loðnuvinnslan staðið að skipulegu verkefni um fræðslu og endurmenntun. Meðal annars var í samstarfi við Fræðslunet Austurlands skipulagt nám í íslensku fyrir erlenda starfsmenn Loðnuvinnslunnar hf. Alls fóru 11 starfsmenn á námskeið sem var undir stjórn...