Í vetur hefur Loðnuvinnslan staðið að skipulegu verkefni um fræðslu og endurmenntun. Meðal annars var í samstarfi við Fræðslunet Austurlands skipulagt nám í íslensku fyrir erlenda starfsmenn Loðnuvinnslunnar hf. Alls fóru 11 starfsmenn á námskeið sem var undir stjórn Eyglóar Aðalsteinsdóttur kennara. Miðvikudaginn 18. júní var síðan haldið uppá námskeiðslok og skírteini afhent.
Á myndinni eru:
Ifet Mesetovic, Zuhrijeta Mesetovic, Samir Mesetovic, Zbigniew Grzelak, Rimantas Mitkus, Paulius Naucius, Anna María Grzelak, Werrawan Warin, Solandza Nauciene og Chudapa Warin. Auk þeirra eru Eygló Aðalsteinsdóttir kennari, Líneik Sævarsdóttir frá Fræðsluneti Austurlands og fulltrúar LVF. Kjartan Reynisson og Gísli Jónatansson